Vöruhús tækifæranna er ætlað ykkur á þriðja æviskeiðinu, árunum eftir fimmtugt til aðstoðar við að leita tækifæra til þess að móta þróttmikið þriðja æviskeið.
Á ég drauma eða langanir sem ég vil að rætist eða hugmyndir sem ég vil koma í framkvæmd?
Hve lengi hyggst ég vera á vinnumarkaði?
Þetta eru mikilvægar spurningar sem fólk á miðjum aldri þarf að velta fyrir sér.
Hef ég búið mig undir starfslokin sem nálgast?
Langar mig að sinna hugðarefnum mínum betur, hafa meiri frítíma eða leggjast í ferðalög?
Vil ég breyta einhverju?
Vil ég breyta til, takast á við nýtt starf, afla meiri menntunar, hefja eigin rekstur?
Hvernig vil ég njóta sem best áranna eftir miðjan aldur?