Gríptu boltann / Catch the BALL – kynning

Niðurstöður verkefnisins Catch the BALL verða kynntar á ráðstefnu, þriðjudaginn 26. júní, kl 13-16 í Iðnó, Vonarstræti 3, Reykjavík

Þar verður fjallað um vefgáttina Vöruhús tækifæranna, hugmynd, þróun og útfærslu hennar. Opnuð verða formlega evrópska, íslenska, litháíska og breska vöruhúsið sem öll eru tengd og snúa hvert að sínum markhópi.

Sagt verður frá Menntastofu tækifæranna, hugmynd og þróun þessa verkfæris, sem er handbók fyrir leiðbeinendur um viðhorf til og tækifæri áranna eftir fimmtugt.

 

Að loknu kaffihléi, þar sem hægt verður m.a. að skoða vöruhúsin nánar munu þrir fulltrúar símenntunarmála hjá íslenskum stéttarfélögum reifa hugmyndir um hvernig best megi nýta þessar aðferðir tæki og tól sem þróuð voru í verkefninu.

 

Að lokum mun Frances Coppola, ráðgjafi og dálkahöfundur frá Bretlandi, sem um árabil hefur skrifað fyrir BBC, FT, Forbes of fleiri alþjóðlega fjölmiðla, segja frá eigin reynslu af því að skipta um starfsvettvang á miðjum aldri auk þess að fjalla um samfélagsleg áhrif og hlutverk 50+ á vinnumarkaði og samfélagsþróun, en hún sem er menntuð í tónlist og söng skipti um starfsvettvang sjálf um fimmtugt.

 

Allir eru velkomnir. Engin skráning. Enginn aðgangseyrir.

Dagskrá:

13.00 Setning ráðstefnunarinnar
Anna Margrét Guðjónsdóttir, Evris

 

13.10 Vöruhús tækifæranna – Hugmynd, þróun, bygging og formleg opnun
Hans Kristján Guðmundsson og Ingbjörg Rannveig Guðlaugsdóttir, U3A Reykjavík.

 

13.40 Vöruhús tækifæranna
Rekstur og stjórnun: Tomas Černevičius, Kaunas Science and Technology Park.

 

14:00 Menntastofa tækifæranna – viðhorf og tækifæri, árin eftir fimmtugt:
Hugmynd og þróun: Linda Dröfn Gunnarsdóttir, Evris

 

14:15 Menntastofa tækifæranna – viðhorf og tækifæri, árin eftir fimmtugt:
Handbók fyrir leiðbeinendur: Bo Maria Daskalova, MBM Training Center

 

14.30 Kaffihlé

 

15:00 Hvernig nýtum við niðurstöðurnar

  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir, BHM
  • Kristjana K. Þorgrímsdóttir, VR
  • Helga Tryggvadóttir, Framvegis – miðstöð símenntunar.

 

15:20 Að skipta um starf á miðjum aldri, breytingar á vinnumarkaði og framlag 50+ til samfélagsins:

Frances Coppola, ráðgjafi og dálkahöfundur.
Frances vann um margra ára skeið fyrir breska banka og skrifar um þá og fjármál og hagfræði almennt fyrir BBC, FT, Forbes og fleiri stóra fjölmiðla. Menntuð í tónlist og söng, en skipti um starfsframa um fimmtugt.

 

15:55 Samantekt og ráðstefnulok

 

Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku

Skip to content