HeiM, einstakt, ókeypis tækifæri að menningararfinum

HeiM námskeiðið, leiðir að menningararfinum er einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um menningararf, ferðamennsku og fleira.

Námskeiðið er haldið á tímabilinu 14. október til 9. nóvember, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16:30 til 18:30 í Hæðargarði 31.

Þátttakendur læra að hanna og kortleggja leiðir um menningararfinn og menningarminjar á snjallsímann. Margir spennandi fyrirlestrar um menningararfinn frá mismunandi sjónarhornum verða haldnir á námskeiðinu eins og fram kemur í dagskránni. Einnig fá þátttakendur verklega kennslu í að nota WIKILOC í snjallsímanum sínum.

Námskeiðið er hluti af Evrópuverkefni sem U3A vinnur er í samstarfi við aðila á Spáni, Króatíu og Póllandi.
Námskeiðið er á vegum U3A fyrir fólk sem komið er yfir fimmtugt og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Skráningu lýkur sunnudaginn 13. október kl. 16:00. Skráðu þig á hlekknum hér fyrir neðan. Það er ekki eftir neinu að bíða.
SKRÁÐU ÞIG HÉR

Skoðaðu dagskránna hér
DAGSKRÁ

Skip to content