Auglýst eftir karlmönnum!

Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og hefur það markmið að gefa karlmönnum stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Karlar í skúrum er verkefni sem byrjaði fyrir tæplega 20 árum í Ástralíu undir nafninu „Men in Sheds“ og hefur hlotið frábærar viðtökur. Sem dæmi má nefna að það eru 420 „skúrar“ bara á Írlandi. Á Íslandi eru nú þegar starfræktir þrír skúrar, í Hafnafirði, í Breiðholti og í Vesturbyggð og og „skúr“ í Mosfellsbæ er í undirbúningi.

Þeir sem vilja fræðast nánar um hvernig hægt sé að taka þátt í verkefninu geta haft samband við Hörð Sturluson í símar 694 1281 eða á hordur@redcross.is

Skip to content