Catch the BALL er metið gæðaverkefni!

Gæðaverkefni að mati Evrópusambands.

Catch the BALL Erasmus+ verkefnið, sem U3A Reykjavík tók þátt í, hefur nú farið í gegnum nálarauga matsnefndar Evrópusambandsins. Umsögn matsnefndar og einkunnargjöf er vægast sagt mjög góð. Verkefnið hlaut 86 stig af 100 mögulegum og telst þar með til gæðaverkefna sem Evrópusambandið styrkir. Í umsögninni segir m.a. í lauslegri þýðingu „Samstarfsaðilarnir bættu við sig í hæfni að sinna markhópnum og aðferðafræðn var í samræmi við markmið verkefnisins. Vöruhúsið var sérstaklega athyglisvert og auðvelt að nálgast fyrir markhópinn.“  Vel að merkja þá var Vöruhúsið á ábyrgð Catch the BALL teymis U3A Reykjavík sem sést hér að neðan. Þetta er því glæsileg niðurstaða fyrir samtökin.

Nánari upplýsingar um Catch the Ball og samstarfsaðila í verkefninu er finna á  Saga vöruhússins

Skip to content