Hvernig væri að „hittast“ á Zoom-inu?

Úr fréttabréfi
Vöruhúss tækifæranna í apríl 2020

Zoom tölvufjarfundakerfið veitir ókeypis aðgang fyrir ótakmakaðan fjölda funda í 40 mínútur í senn fyrir allt að 100 þátttakendur í einu. Ef 40 mínúturnar duga ekki má samstundis bjóða á nýjan fund í aðrar 40 mínútur. En forritið nýtist ekki einungis fyrir formlega vinnufundi eða til kennslu. Einstaklingar, fjölskyldur og vinahópar geta einnig nýtt sér forritið til að vera í sambandi við hvert annað. Á tímum COVID-19 faraldursins, þegar takmarkanir gilda um samkomur, hafa fjölmargir nýtt sér þennan samskiptamáta á nýstárlegan hátt svo sem fyrir „happy hour“ með vinum í lok vinnuviku, bókaklúbbinn, saumaklúbbinn, sameiginlegan fjölskyldu-kvöldverð eða bara huggulegt vinaspjall.

Forritið er auðvelt í notkun og um að gera að prófa sig áfram. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar á íslensku en auðvelt er að finna alls konar myndbönd (á ensku) á netinu þar sem farið er ítarlega í hvernig nota má Zoom forritið.
  1. Forritinu er hlaðið niður á heimasíðu Zoom á https://zoom.us/support/download
     
  2. Til að búa til eigin aðgang er farið á síðuna sem birtist og heitir: https://zoom.us/signup
    Þar er fyrst spurt um a) fæðingardag viðkomandi og þar á eftir b) um netfang viðkomandi. Zoom sendir staðfestingarpóst á það netfang sem gefið er upp. Í staðfestingarpóstinum er hnappur með heitinu „Activate Account.“ Annars vegar er hægt að ýta á „Activate Account“  hnappinn í tölvupóstinum eða að afrita og líma slóðina sem birtist til að virkja aðgang viðkomandi.
     
  3. Því næst er spurt um hvort að aðgangurinn er stofnaður af hálfu skóla eða einstaklings.
     
  4. Þá er þátttakandi beðinn um að búa sér til lykilorð (password).
     
  5. Þegar búið er að virkja Zoom-aðganginn fær viðkomandi hlekk fyrir sína eigin fundi og appelsínugulan hnapp til að búa til fund eða að tengjast eigin reikningi. Ef það síðara er valið birtist Personal Meeting ID sem notað er til að boða fund og bjóða á fundinn.
Gangi ykkur vel að nýta ykkur Zoom og njótið samskiptanna.

Frekari upplýsingar um Zoom má finna á vefslóðinni
https://www.theverge.com/2020/3/31/21197215/how-to-zoom-free-account-get-started-register-sign-up-log-in-invite
Skip to content