Lífið á tímum COVID-19

Úr fréttabréfi
Vöruhúss tækifæranna í apríl 2020

Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna í apríl tekur, líkt og fréttabréfið í mars, mið af COVID-19 faraldrinum sem heldur áfram að hafa umtalsverð áhrif á daglegt líf okkar allra. Við bíðum með óþreyju eftir vorinu og því að lífið komist í fyrra horf.

Frá og með 4. maí verður létt á einhverjum hömlum en reikna má með því að einhverjar takmarkanir á samkomuhald og ferðalögum til og frá landinu geti varað fram á næsta ár.

Við höfum nú þegar náð stórum áfanga með því að „hlýða Víði“ og fara eftir leiðbeiningum „þríeykisins.“ Boðaðar slakanir koma með STÓRUM fyrirvörum um að ef við förum of geyst gætum við endað aftur á upphafspunkti. Því er mikilvægt að við höldum áfram að fara varlega eftir 4. maí. Eða einsog Víðir segir: „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera, að við lendum ekki í því núna í maí að af því að við högum okkur með óábyrgum hætti þurfi að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn, það ætlar sér enginn að gera það. Við verðum að vera einbeitt. Við ætlum að vinna þetta saman. Við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir – gerum þetta saman.“

Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna í apríl er, einsog mars fréttabréfið, tileinkað tækifærum sem hægt er að nýta á tímum COVID-19 faraldursins. Vonandi koma þau ykkur að notum.

Með bestu kveðju,
Hjördís Hendriksdóttir
formaður stjórnar Vöruhúss tækifæranna
netfang: vt@voruhus-taekifaeranna.is

Skip to content