Aldur er bara tala er vefsíða sem hefur það að markmiði að þeir sem eldri eru hafa aðgang að fræðslu og ráðgjöf fagfólks sama hvar á landinu þeir búa. Upplýsingar um úrræði í heimabyggð, réttindamál og stuðningsviðtöl vegna einmanaleika eru dæmi um ráðgjöf. Fræðslan og ráðgjöfin eru veitt gegnum netið en einnig er boðið upp á 30 mínútna símaráðgjöf gegn gjaldi og á það jafnframt við um aðstandendur þeirra sem fá ráðgjöf. Eftir ráðgjöfina, ef þess er óskað, er hægt að fá ráðgjöf og samtalsmeðferð hjá félagsráðgjafa í gegnum vef fjarheilbrigðiskerfisins Kara Connect sem er vottað af Landlæknir. Vefurinn er á ensku.
Annað markmið með vefsíðunni er „að draga úr félagslegri einangrun og hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan með skemmtilegum og fræðandi greinum, fréttum og viðtölum“ eins og segir á síðu Aldur er bara tala. Markmiðið á ekki eingöngu við þá sem eldri eru heldur einnig við yngri aldurshópa og starfsfólk í öldrunarþjónustunni því aldur er jú bara tala.
Vefsíðan Aldur er bara tala er í eigu Sólrúnar Erlu Gunnarsdóttur félagsráðgjafa. Sólrún er félagsráðgjafi að mennt en hefur einnig sótt ýmiss námskeið m.a um fjarheilbrigðisþjónustu og vinnumarkað framtíðarinnar og stundar nú diplomanám í öldrunarþjónustu á meistarastigi í Háskóla Íslands. Fyrir þá sem vilja hafa samband við Sólrúnu er netfang hennar
aldur@aldur.is og þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um vefsíðuna Aldur er bara tala er bent á https://www.aldurerbaratala.is/ . Þeir sem vilja vita meira um fjarheilbrigðiskerfið Kara Connect er bent á vefsíðuna https://www.karaconnect.com/