Vinaklúbbur
Félagið París er vinafélag eða vinaklúbbur þeirra sem eru einar/einir, og vilja eignast nýja vini og mynda ný tengsl. Starfsemi Parísar byggist á að fólk hittist í gegnum sameiginleg áhugamál og hafi ánægju af því að hitta annað fólk. Starfssemin fer fram með hópastarfi og má þar nefna bíóhóp, spjallhóp, gönguhóp, út að borða, menningarhóp og ferðahóp. Margt fleira er gert saman í hópum, eins og að fara saman í innan– og utanlandsferðir. Í félaginu er hægt að kynnast nýju fólki, eignast nýja vini og vinkonur í stað þess að vera einn heima. Hægt er að gerast félagi óháð kyni eða aldri.
Dagskrá
Á vefsíðunni má sjá dagatal félagsins París, sem er félag þeirra sem eru einar/einir sem vilja eignast nýja vini og mynda ný tengsl.