Viltu stunda nám í fremstu skólum heims? Ókeypis?

Viltu stunda nám í fremstu skólum heims? Ókeypis?

Allir þeir sem kunnum ensku hafa aðgang að netnámskeiðum á öllum sviðum menningar, vísinda og tækni, fræða og lista hjá fremstum háskólum heims í gengum kennsluveituna edX. EdX er upphaflega samstarfsvettvangur Harvard, MIT og Berkeley háskóla í Bandaríkjunum sem komið var á fót árið 2012. Síðan þá  hafa bæst við fjölmargir samstarfsaðilar svo sem háskólar víða um heim, söfn, alþjóðastofnanir og í dag eru 120 samstarfsaðilar að EdX og bjóða upp á 2.800 námskeið.

 

Þátttaka í námskeiðunum er yfirleitt alltaf endurgjaldlaus en ef  þátttakendur vilja taka próf og fá skírteini þarf að greiða hóflegt gjald fyrir. Mörg námskeiðanna eru hugsuð sem framlag til endur- og símenntunar til að styrkja fólk í starfi og mæta ákalli vinnumarkaðarins um síaukna og breiðari þekkingu.

Til að gera þátttöku í námskeiði enn skemmtilegri og búa til hvata er upplagt að velja sér góðan „skólafélaga“ úr vinahópnum til fara með í gegnum námið.

Sjá nánar hér:

Skip to content