Stjórn samtakanna U3A Reykjavík samþykkti á fundi sínum þann 27. ágúst 2018 að skipa stjórn yfir rekstur og þróun Evrópska vöruhússins og íslenska vöruhússins og starfar hún í umboði samtakanna. Helstu verkefni stjórnarinnar eru að þróa virkni vefsetra vöruhúsanna tveggja, viðhalda og endurnýja vöruframboð þeirra, sinna markaðssetningu, afla tekna og styrkja til að tryggja sjálfbæran rekstur húsanna og hafa samstarf við önnur vöruhús tækifæranna. Stjórnin skal skipuð fimm mönnum og eiga a.m.k. þrír þeirra að vera félagsmenn U3A og er hún skipuð til eins árs í senn. Í fyrstu stjórn vöruhúsanna sitja: Anna María Pétursdóttirr, Birna Sigurjónsdóttir, Hans Kristján Guðmundsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir og Jón Ragnar Höskuldsson, öll félagsmenn í U3A Reykjavík.