Skapandi hugsun felst í því að hugsa um nýja hluti eða að hugsa á nýjan hátt. Skapandi hugsun nýtist til dæmis vel í atvinnuleit. Færni til nýsköpunar er álitin auka þroska okkar og eykur möguleika okkar á að takast á við breytingar. Það felst í því áskorun að endurskapa sjálfan sig eftir fimmtugt, á þriðja æviskeiðinu, sem mörgum hefur tekist að gera á árangursríkan hátt, skipt um starfsvettvang eða látið gamla drauma rætast.