LÍFSFYLLING

Það sem veitir fólki 50+ lífsfyllingu er ábyggilega jafn mismunandi og fjöldi þeirra. Hér er gert ráð fyrir að lífsfylling felist fyrst og fremst í samneyti við aðra, hvort sem það er maður á mann, í félagsskap eða með virkri þátttöku í samfélaginu sem maður hrærist í, og að það gefi líka tækifæri til aukins þroska, lífsgleði og reynslu. Að viðbættu þá er hér safnað saman upplýsingum um hvernig hægt er að taka ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu sinni. Sofia Loren, leikkona, hefur sagt að velgengni sé tengd lífsfyllingu og gleðinni að vera til! Á öðrum rekkum eru svo til dæmis tækifæri til lífsfyllingar í formi menntunar, sköpunar, finna sér nýjan starfsvettvang eða stofna fyrirtæki.

Skip to content