Fólk yfir fimmtugt er ekki einsleitur hópur heldur fjölbreytilegur með mismunandi þarfir, getu, bakgrunn og reynslu. Eitt á þó hópurinn sameiginlegt og það er nauðsyn þess að eiga félagslegt tengslanet. Með því að taka þátt í mismunandi viðburðum gefst ekki aðeins tækifæri til þess að fræðast heldur að kynnast nýju fólki og mynda ný tengsl. Hér er safnað saman viðburðadagskrám frá nokkrum samtökum á höfuðborgarsvæðinu.