Félagslegur réttur er réttur allra óháð þjóðerni, kynferði, litarhætti, trú og aldri. Félagslegur réttur veitir þér fullgilda aðild að samfélaginu. Hann felur í sér réttinn til að vera jafn öðrum að virðingu og réttindum, að vera ekki mismunað vegna kynþáttar, ætternis, trúar, kynferðis, uppruna, eigna og fleira mætti telja. Félagslegur réttur tekur einnig til borgaralegra réttinda svo sem ræðu- og tjáningarfrelsis og rétt til að gagnrýna stjórnvöld og stefnu hins opinbera.