Að vinna viðskiptaáætlun getur virst vera flókið og tímafrekt ferli. Vissulega krefst það átaks, en áhugaverð og nýskapandi leið til þess að vinna góða viðskiptaáætlun er að hanna viðskiptalíkan sem kallað er Business Model Canvas. Það hjálpar við að skilja viðskiptavini, dreifingarleiðir, samstarfsaðila, tekjuflæði, kostnað og hugmynd að kjarnagildum rekstursins.