Tilgangur
Tilgangur vöruhússins er að tengja fólk, 50 ára og eldra, sem vilja gera breytingar á lífi sínu, við þjónustuveitendur/birgja sem geta látið óskir þeirra rætast. Vöruhúsið er spennandi nýjung sem svarar kalli sífellt stækkandi hóps fólks sem komið er yfir miðjan aldur og vill feta nýjar slóðir í lífinu á einn eða annan hátt.

Uppbygging
Vöruhúsið er byggt upp eins og venjuleg vöruhús sem við þekkjum, með rekkum og hillum, en hér eru þær á Netinu. Rekkarnir standa fyrir sex meginflokka vara, sem er að finna í hillunum. Hægt er að finna innihald rekkanna með því að smella á Tækifæri í valröndinni efst á forsíðunni eða með því að velja úr einhverju af boxunum sex neðar á síðunni. Það er einnig hægt að finna vörur með því að nota leitarmöguleikann fyrir neðan rauða borðanná forsíðunni, með því að slá inn leitarorð að eigin vali og einhverja af valkostunum sem gefnir eru. Um nánari upplýsingar, sjá Aðstoð

Uppruni vöruhússins – Hugmyndin á bak við BALL
Vöruhúsið var mótað í samræmi við leiðarvísi og leiðbeiningar BALL-verkefnisins, þar sem mælt er með leiðarstefinu Be Active through Lifelong Learning, eða „Verum virk með ævinámi“ til móts við þróttmikið þriðja æviskeið.

Leiðbeiningar BALL eru:
• Búðu þig undir árin eftir fimmtugt
• Byrjaðu undirbúninginn snemma, ekki bíða til starfsloka.
• Mundu að mikill mannauður er fólginn í fólki á þínum aldri fyrir samfélagið.
• Skilgreindu áhugamál þín, drauma og óskir.
• Áttaðu þig á styrkleikum þínum og veikleikum.
• Leitaðu áhugaverðra tækifæra utan þægindarammans.
• Fetaðu þínar eigin slóðir til að rækta áhugamálin og láta drauma þína rætast.
• Leitaðu aðstoðar ef þú finnur þörf til þess.
• BALL Vöruhús tækifæranna gæti átt svörin við vangaveltum þínum.

Skip to content