Vikulegir fyrirlestrar U3A.is á streymi

U3A Reykjavík hefur á starfsárinu brugðist við Covid-19 faraldrinum og þeim samkomutakmörkunum sem honum fylgja með því að streyma vikulegum U3A viðburðum okkar með Zoom streymisbúnaðinum (sjá nánar hér https://old.voruhus-taekifaeranna.is/listing_type/vidburdardagatal-u3a-reykjavik/).  Árangurinn, mældur í fjölda félaga sem ná að njóta viðburðanna, hefur verið með miklum ágætum og mun fleiri félagar hafa fylgt viðburðunum en gátu komist að í salnum í Hæðargarði, enda er upptaka opin til skoðunar í viku að loknum viðburði.

Þótt líkur séu á því að takmörkunum linni eitthvað á komandi mánuðum, mun áfram verða streymt frá öllum viðburðum sem mögulegt er. Aðgangur að starfi U3A Reykjavík er því ekki lengur háður búsetu og bjóðum við því öllum sem áhuga hafa að gerast félagar hvar sem þau eru búsett innanlands sem utan.

Aðgangur að streyminu er og verður takmarkaður við félagsaðild, en auðvelt er að gerast félagi með skráningu á vefsíðu U3A Reykjavík:
https://u3a.is/felagaskra/

Skip to content