Vöruhús tækifæranna fær frábærar viðtökur

Vöruhúsið hefur vakið mikla hrifningu þar sem það hefur verið kynnt nú þegar og hamingjuóskir hafa borist frá U3A samtökum víðs vegar um heim. Hans Kristján Guðmundsson formaður U3A Reykjavík og Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, frumkvöðull að Vöruhúsinu hafa verið ötul að kynna Vöruhúsið og nú þegar hefur verið fjallað um það í fréttabréfi netsamtakanna Pass It On og í Signpost, alþjóðlegu veftímariti fyrir U3A samtökAð mati Moiru Allen, stofnanda Pass It On er vöruhúsið frábært tæki, auðvelt í notkun og fullt af tækifærum sem eru praktísk og jarðbundin og hefur hún óskað eftir að fá að kynna það á ráðstefnu IFA í Toronto sem haldin verður á næstunni. Verið er að útbúa kynningarefni um Vöruhúsið til dreifingar á innlendum og erlendum vettvangi.

Skip to content